Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 04. október 2015 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Guardian 
Wenger: Monaco vildi ekki selja mér Martial
Anthony Martial hefur byrjað vel hjá Man Utd
Anthony Martial hefur byrjað vel hjá Man Utd
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að hann hafi ekki reynt að fá Anthony Martial til Arsenal í sumar, vegna þess að Monaco hafði greint honum frá því að hann væri ekki til sölu.

Martial gekk þó til liðs við Manchester United á lokadegi félagsskiptagluggans fyrir verð sem gæti farið upp í rúmlega 60 milljónir punda og kom það Wenger mikið á óvart, en hann hafði lengi fylgst með Martial.

"Það kom mér verulega á óvart þegar þeir seldu hann og fyrir þessa svakalegu upphæð," sagði Wenger.

"Ég hélt að þeir myndu ekki selja hann þar sem þeir voru búnir að selja svo marga aðra. Hann var einn af þeim leikmönnum sem þeir vildu ekki selja, svo við reyndum því aldrei að fá hann."

"Við höfðum lengi verið að fylgjast með honum og alltaf kunnað vel við hann, jafnvel þegar hann var hjá Lyon."


Martial hefur byrjað virkilega vel hjá United og skorað fjögur mörk í fjórum leikjum og verður líklega í byrjunarliðinu þegar Man Utd heimsækir Arsenal í dag.
Athugasemdir
banner
banner