Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 04. nóvember 2016 11:15
Magnús Már Einarsson
Hópurinn: Alfreð og Kolbeinn ekki með - Elías valinn
Icelandair
Alfreð og Kolbeinn eru báðir fjarri góðu gamni.
Alfreð og Kolbeinn eru báðir fjarri góðu gamni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Már Ómarsson kemur inn í hópinn.
Elías Már Ómarsson kemur inn í hópinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti nú rétt í þessu hópinn sem mætir Króatíu í undankeppni HM þann 12. nóvember og Möltu í vináttuleik þann 15. nóvember.

Framhejarnir Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson eru ekki í hópnum vegna meiðsla. Alfreð meiddist á nára gegn Tyrkjum í síðasta mánuði og hefur ekkert spilað síðan þá. Kolbeinn hefur ekkert komið við sögu í undankeppninni vegna meiðsla.

Elías Már Ómarsson kemur inn í hópinn en hann hefur raðað inn mörkum með IFK Gautaborg að undanförnu auk þess að standa sig vel með U21 árs landsliðinu.

„Elías hefur staðið sig vel með U21 árs landsliðinu og hefur stimplað sig hressilega inn í Sviþjóð. Þetta er strákur sem hefur heillað okkur þegar hann hefur verið með okkur og okkur hlakkar til að sjá hann í þessu verkefni," sagði Heimir á fréttamannafundi í dag.

Haukur Heiðar Hauksson, bakvörður AIK, er ekki í hópnum að þessu sinni en hann er á leið í aðgerð eftir lokaumferðina í Svíþjóð um helgina. Að öðru leyti er hópurinn eins og gegn Finnum og Tyrkjum í síðasta mánuði.

Birkir Már Sævarsson og Kári Árnason meiddust báðir í leikjum í Svíþjóð á dögunum en þeir eru í hópnum. Heimir segir að Kári verði líklega með Malmö í lokaumferðinni í Svíþjóð um helgina og Birkir sagðist fyrr í vikunni einnig reikna með að spila með Hammarby þar.

Markmenn
Hannes Þór Halldórsson (Randers FC)
Ögmundur Kristinsson (Hammarby)
Ingvar Jónsson (Sandefjord)

Varnarmenn
Birkir Már Sævarsson (Hammarby)
Ragnar Sigurðsson (Fulham)
Kári Árnason (Malmö)
Ari Freyr Skúlason (Lokeren)
Sverrir Ingi Ingason (Lokeren)
Hörður Björgvin Magnússon (Bristol City)
Hólmar Örn Eyjólfsson (Rosenborg)

Miðjumenn
Aron Einar Gunnarsson (Cardiff City)
Emil Hallfreðsson (Udinese)
Birkir Bjarnason (FC Basel)
Jóhann Berg Guðmundsson (Burnley)
Gylfi Þór Sigurðsson (Swansea City)
Theódór Elmar Bjarnason (AGF)
Ólafur Ingi Skúlason (Karabukspor)
Rúnar Már Sigurjónsson (Grasshopper-Club)
Arnór Ingvi Traustason (Rapid Vín)

Sóknarmenn
Jón Daði Böðvarsson (Wolves)
Viðar Örn Kjartansson (Maccabi Tel Aviv)
Björn Bergmann Sigurðarson (Molde)
Elías Már Ómarsson (IFK Gautaborg)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner