Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   fim 04. desember 2014 17:46
Gabríel Sighvatsson
Aron Bjarna: Sleppti bara nokkrum æfingum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég er mjög ánægður að hafa skrifað undir samning hérna í Vestmannaeyjum og er spenntur fyrir næsta tímabili með ÍBV," sagði Aron Bjarnason, nýjasti leikmaður ÍBV, við undirskrift við félagið rétt í þessu.

ÍBV samdi við Aron til þriggja ára.

,,Mér fannst þeir strax sýna mér mikinn áhuga, þeir vildu ólmir fá mig og ég taldi mig geta spilað hérna" sagði Aron.

Mikið var rætt og ritað um verkfall Arons, þegar hann neitaði að mæta á æfingar hjá fyrrum félagi sýnu Fram, til að reyna að knýja fram sölu til ÍBV. Aron gerir sjálfur lítið úr þessu.

,,Ég taldi réttast fyrir mig að spila áfram í Pepsi-deildinni og ég vildi ekki að þeir myndu koma í veg fyrir það en ég sleppti nú bara nokkrum æfingum það var gert mikið meira úr því en það var í raun og veru,"

,,Það eru spennandi hluti að gerast hérna, það er uppbygging í gangi undir nýjum þjálfara. Hann er búinn að afla sér reynslu í Noregi og hefur mikinn metnað fyrir sínu starfi og ég held að hann sé flottur kostur fyrir ÍBV,"

,,Mér leist mjög vel á það sem hann hafði að segja um markmið félagsins og ég held að ég geti gert mjög góða hluti, fái ég tækifærið sem ég held ég muni fá hér," sagði Aron að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner