Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 04. desember 2016 17:30
Kristófer Kristjánsson
„Arfleifð Guardiola er fallegur fótbolti“
Stjórnarformaðurinn er þakklátur Pep
Stjórnarformaðurinn er þakklátur Pep
Mynd: Getty Images
Stjórnarformaður Bayern Munchen, Karl-Heinz Rummenigge, telur að arfleifð Pep Guardiola hjá félaginu sé fótboltinn sem liðið spilaði undir hans stjórn.

Guardiola færði sig frá Þýskalandi til Englands í sumar til að taka við Manchester City en hann vann þýsku deildina öll þrjú árin sem hann var í Munchen.

Undir eftirmanni hans í Þýskalandi, Ancelotti, sitja Bayern nú þremur stigum fyrir aftan topplið RB Leipzig sem hafa verið spútniklið tímabilsins hingað til.

„Ég held að Bayern hafi aldrei spilað betur en undir Guardiola," sagði Rummenigge við þýska fjölmiðla.

„Við höfum alltaf verið farsælir en sjaldan hefur fótboltinn okkar verið kallaður fallegur. Undir stjórn Pep breyttist það, það er hans arfleifð hjá okkur."
Athugasemdir
banner
banner