Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 04. desember 2016 18:01
Kristófer Kristjánsson
England: Baines bjargaði stigi fyrir Everton
Baines fagnar jöfnunarmarkinu
Baines fagnar jöfnunarmarkinu
Mynd: Getty Images
Everton 1 - 1 Manchester Utd
0-1 Zlatan Ibrahimovic ('42 )
1-1 Leighton Baines ('89 , víti)

Síðdegisleiknum á Englandi var að ljúka rétt í þessu á Goodison Park en þar gerðu Everton og Manchester United 1-1 jafntefli.

Það var lítið um fína drætti framan af áður en Zlatan Ibrahimovic skoraði glæsilegt vippu mark af löngu færi nokkrum mínútum fyrir hálfleik.

Í síðari hálfleik var lífi blásið í leikinn og sóttu liðin nokkuð stíft, hvort á annað. Ander Herrera átti fast skot í þverslánna en gestunum tókst ekki að setja annað markið til að tryggja stigin þrjú.

Þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka kom Marouane Fellaini inn á gegn sínu gamla félagi og átti það eftir að draga dilk á eftir sér. Hann var búinn að vera inn á í örstutta stund þegar hann gaf vítaspyrnu sem Leighton Baines afgreiddi á 89 mínútu til að bjarga síðbúnu stigi fyrir heimamenn.

Þýðir þetta að Man Utd færa sig upp í 6. sætið og eru þar með 21 stig, 9 stigum frá fjórða sætinu. Everton sitja kyrrir í 8. sæti með 20 stig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner