Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 04. desember 2016 15:26
Arnar Geir Halldórsson
England: Ótrúleg endurkoma Bournemouth gegn Liverpool
Gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana
Gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana
Mynd: Getty Images
Emre Can lagði upp og skoraði
Emre Can lagði upp og skoraði
Mynd: Getty Images
Bournemouth 4 - 3 Liverpool
0-1 Sadio Mane ('20 )
0-2 Divock Origi ('23 )
1-2 Callum Wilson ('56 , víti)
1-3 Emre Can ('64 )
2-3 Ryan Fraser ('76 )
3-3 Steve Cook ('79 )
4-3 Nathan Ake (´90)

Liverpool heimsótti Bournemouth í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og þurfti Liverpool á sigri að halda til að endurheimta annað sæti deildarinnar.

Sadio Mane kom Liverpool yfir á 20.mínútu eftir frábæra sendingu frá Emre Can. Nokkrum andartökum síðar nýtti Divock Origi sér hræðilegt úthlaup Artur Boruc og kom Liverpool í 2-0. Þannig stóðu leikar í leikhléi.

Bournemouth voru ekki tilbúnir að gefast upp því á 56.mínútu minnkaði Callum Wilson muninn með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var á James Milner.

Emre Can svaraði að bragði fyrir Liverpool og héldu eflaust margir að þar með væri Liverpool að tryggja sér sigur.

Heimamenn voru ekki á sama máli því þeir jöfnuðu metin með tveim mörkum á þriggja mínútna kafla.

Lokamínúturnar voru æsispennandi og heimamenn náðu inn sigurmarki á þriðju mínútu uppbótartíma þegar Nathan Ake fylgdi á eftir skoti Steve Cook en setja má spurningamerki við markvörslu Loris Karius í aðdragandanum.

Hreint ótrúlegur endurkomusigur Bournemouth staðreynd og mistókst Liverpool því að endurheimta annað sætið.
Athugasemdir
banner
banner
banner