sun 04. desember 2016 14:30
Arnar Geir Halldórsson
Forster biður liðsfélagana afsökunar á mistökum
Í rugli
Í rugli
Mynd: Getty Images
Fraser Forster, markvörður Southampton, er miður sín yfir herfilegum mistökum sem leiddu til fyrsta marks Crystal Palace í gær.

Forster fékk þá sendingu til baka og hitti ekki boltann þegar hann ætlaði að spyrna frá marki. Boltinn barst til Christian Benteke sem átti ekki í miklum vandræðum með að rúlla boltanum yfir línuna.

Í kjölfarið gekk Crystal Palace á lagið og vann að lokum 3-0 sigur.

,Ég verð að biðja liðsfélaga mína afsökunar á þessum mistökum. Svona hlutir gerast og nú verðum við bara að rífa okkur upp því það er mikilvægur leikur á fimmtudag,"

„Boltinn fór í hægri fótinn á mér þegar ég ætlaði að hreinsa frá með vinstri fæti og þar með var Christian aleinn fyrir opnu marki,"

„Svona hlutir geta komið fyrir markmenn og maður verður bara að taka því og halda áfram. Þetta eru ekki fyrstu mistökin mín og verða ekki þau síðustu. Þegar maður fær svona mark á sig raskar það jafnvæginu í liðinu. Við höfðum yfirhöndina áður en þetta gerðist,"
segir Forster.


Athugasemdir
banner
banner