Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 04. desember 2016 12:45
Arnar Geir Halldórsson
Howe ekki hræddur við Liverpool
Eddie Howe
Eddie Howe
Mynd: Getty Images
Eddie Howe, stjóri Bournemouth, er sannfærður um að lið hans geti veitt Liverpool keppni í dag þegar liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool hefur aðeins tapað einum leik á þessari leiktíð en það var á móti Burnley í 2.umferð deildarinnar.

„Þetta er frábær áskorun. Þeir eru með mjög gott lið en afhverju ættum við ekki að geta unnið? Við erum á heimavelli og höfum sýnt að við getum keppt við hvern sem er. Við munum spila til sigurs," segir Howe.

Bournemouth er með fimmtán stig í tólfta sæti deildarinnar en Howe óttast ekki Liverpool þó hann viti hvers þeir eru megnugir.

„Við hræðumst ekkert. Sú vegferð sem þetta félag hefur verið á hefur skilað því að við getum keppt við lið eins og Liverpool."

„Þeir geta klárlega keppt um titilinn og ég dáist að því hvernig þeir spila. Þú veist fyrir hvað þeir standa og ég held að þetta verði svipaður leikur og gegn Arsenal því þeir búa yfir álíka gæðum,"
segir Howe.

Leikur Bournemouth og Liverpool hefst klukkan 13:30.
Athugasemdir
banner
banner