sun 04. desember 2016 16:15
Arnar Geir Halldórsson
Howe: Stór dagur í sögu Bournemouth
Glaður maður
Glaður maður
Mynd: Getty Images
Eddie Howe, stjóri Bournemouth, var sigurreifur eftir að hafa séð sína menn koma til baka á ótrúlegan hátt gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Þegar fimmtán mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma voru Liverpool tveim mörkum yfir og ekkert sem leit út fyrir að Bournemouth væri að fara ná í stig. Það breyttist svo sannarlega. Lokatölur 4-3 fyrir Bournemouth.

„Þetta var frábær leikur frá okkar sjónarhorni, augljóslega þar sem við unnum. Liverpool voru frábærir í fyrri hálfleik og við vissum vel hvað þeir gætu."

„Það þurfti ferskt blóð af varamannabekknum og við fengum það svo sannarlega. Ryan Fraser átti skilið að fá tækifæri í dag."

„Í seinni hálfleiknum vorum við líklegir til að skora í hvert skipti sem við fórum í sókn. Þetta er mjög sérstakur dagur fyrir þetta félag og alla sem tengjast því. Við erum á öðru ári í úrvalsdeildinni og erum að skapa söguna,"
segir Howe.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner