Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 04. desember 2016 16:30
Arnar Geir Halldórsson
Lingard með háar launakröfur
Money, money, money
Money, money, money
Mynd: Getty Images
Jesse Lingard, kantmaður Man Utd, sættir sig ekki við nýtt samningstilboð félagsins sem myndi tvöfalda laun hans samkvæmt því sem fram kemur í enska dagblaðinu The Mirror.

Þessi 23 ára gamli leikmaður þénar nú 30 þúsund pund á viku en er ekki tilbúinn að framlengja samning sinn sem myndi færa honum 60 þúsund pund í vikulaun en samningurinn sem honum stóð til boða var til fimm ára.

60 þúsund pund á viku er undir meðallaunum aðalliðsleikmanna Man Utd og Lingard er ekki tilbúinn að sætta sig við það.

Lingard fór fyrst að láta að sér kveða með aðalliði félagsins á síðustu leiktíð en hann hefur komið við sögu í níu leikjum í vetur og skorað þrjú mörk.

Til samanburðar má benda á að landi Lingard, markavélin Harry Kane, endurnýjaði samning sinn við Tottenham á dögunum og þénar nú 100 þúsund pund á viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner