Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 04. desember 2016 07:00
Arnar Geir Halldórsson
Markvörður Lyon eyddi nóttinni á sjúkrahúsi
Anthony Lopes yfirgefur völlinn í gær
Anthony Lopes yfirgefur völlinn í gær
Mynd: Getty Images
Eins og við greindum frá í gær kom upp ömurlegt mál í franska boltanum þegar flugeldum var skotið úr stúkunni inn á völlinn í leik Metz og Lyon.

Einn flugeldanna endaði í markverði Lyon, Portúgalanum Anthony Lopes, en hann eyddi nóttinni á sjúkrahúsi eftir að hafa fundið fyrir miklum höfuðverk í kjölfar atviksins.

Flugeldurinn sprakk nærri höfði Lopes og er óttast að heyrn hans gæti mögulega verið í hættu.

Leikurinn var stöðvaður og stuttu síðar var ákveðið að flauta leikinn af en heimamenn voru nýkomnir yfir þegar atvikið kom upp.

Metz hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að þeir viti hverjir beri ábyrgð á verknaðinum, þökk sé eftirlitsmyndavélum og þeir hinir sömu verði sóttir til saka.
Athugasemdir
banner
banner
banner