Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 04. desember 2016 18:32
Kristófer Kristjánsson
Mourinho: Ég hef ekkert að segja
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, þjálfari Manchester United, var ómyrkur í máli í viðtali eftir jafntefli sinna manna gegn Everton í dag.

Zlatan Ibrahimovic kom United yfir með glæsimarki rétt fyrir hálfleik. Klaufabrot Marouane Fellaini undir lok leiks gaf hinsvegar heimamönnum í Everton víti sem Leighton Baines skoraði úr.

Það hefur gengið illa hjá Mourinho og hans mönnum undanfarið og hafði Portúgalinn geðþekki ekki mikinn áhuga á að veita viðtal eftir svekkjandi dag.

Spurður um vítaspyrnu atvikið vildi Mourinho lítið tjá sig: „Ég hef ekkert að segja." en hann vildi ekkert frekar ræða vafasama tæklingu Marcos Rojo í fyrri hálfleik: „Ég hef ekkert að segja."

„Við vorum langbesta liðið á vellinum og úrslitin endurspegla það ekki," bætti hann við, gífurlega svekktur með niðurstöðuna.

„Nei," sagði Mourinho, spurður hvort hann gæti gert eitthvað til að breyta heppni sinna manna. „Við þurfum að halda áfram að vinna eins og við höfum verið að gera. Ég er hæstánægður með einstaklingsframmistöðurnar okkar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner