sun 04. desember 2016 22:30
Kristófer Kristjánsson
Shearer: Alexis Sanchez er ekki í heimsklassa
Er Sanchez í heimsklassa?
Er Sanchez í heimsklassa?
Mynd: Getty Images
Fyrrum landsliðsframherji Englands og núverandi sparkspekingur BBC, Alan Shearer, er enn þá á þeirri skoðun að Alexis Sanchez sé ekki í heimsklassa.

Ótrúleg frammistaða Sanchez í 5-1 sigri Arsenal á West Ham um helgina var ekki nóg til að sannfæra Shearer um gæði Chíle mannsins.

„Það sem ég myndi segja er að Arsenal er mun betra lið með hann innanborðs," sagði Shearer í Match of the Day á BBC.

„Og ég myndi spyrja Arsene Wenger; ef hann er heimsklassa leikmaður, af hverju ertu þá fyrst núna, tveimur árum seinna, að nota hann sem framherja?"

Alan Shearer hefur áður sagt að Sergio Aguero sé eini heimsklassa leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar og hann stendur við það.
Athugasemdir
banner
banner