Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 04. desember 2016 08:30
Arnar Geir Halldórsson
Simeone yngri: Pabbi mun stýra Inter einn daginn
Diego Simeone
Diego Simeone
Mynd: Getty Images
Giovanni Simeone, sonur Diego Simeone, er sannfærður um að pabbi muni stýra liði Inter Milan einn daginn.

Diego Simeone hefur stimplað sig inn sem einn besti stjóri Evrópu á undanförnum árum þar sem hann hefur náð mögnuðum árangri með Atletico Madrid.

„Hann mun taka við Inter Milan einn daginn. Ég vona að það gerist. Hann er samt mjög ánægður hjá Atletico Madrid en það mun koma sá tími að hann mun taka við Inter," segir Giovanni.

Diego Simeone er í miklum metum hjá stuðningsmönnum Inter eftir að hann lék með liðinu frá 1997-1999 en samningur hans við Atletico Madrid rennur út 2018.

Af Simeone yngri er það að frétta að hann er farinn að stimpla sig af krafti inn í Serie A en þessi 21 árs gamli framherji skoraði tvö mörk í óvæntum sigri Genoa á Juventus um síðustu helgi.


Athugasemdir
banner
banner
banner