Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 04. desember 2016 12:00
Arnar Geir Halldórsson
Þriðja sneggsta þrenna Arsenal í úrvalsdeildinni
Ian Wright og Pennant fljótari
Mynd: Getty Images
Það tók Sílemanninn Alexis Sanchez eingöngu fjórtán mínútur að hlaða í þrennu í gær þegar Arsenal vann 1-5 sigur á West Ham.

Frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar hafa leikmenn Arsenal skorað 38 þrennur en aðeins tveir leikmenn hafa gert það á skemmri tíma en Sanchez.

Annars vegar Arsenal goðsögnin Ian Wright sem skoraði þrjú mörk á níu mínútum í leik gegn Ipswich tímabilið 1994/1995.

Hins vegar er það Jermaine Pennant sem skoraði þrennu á tíu mínútum í leik gegn Southampton tímabilið 2002/2003.

Þá var Pennant aðeins tvítugur að aldri og þótti mikið efni en það má með sanni segja að honum hafi ekki tekist að standa undir væntingum. Pennant er þó enn að og er nú á mála hjá Tampines Rovers í Singapúr.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner