Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 04. desember 2017 22:21
Magnús Már Einarsson
Bose mótið: Kolbeinn tryggði Blikum stig með flautumarki
Björgvin opnaði markareikning sinn fyrir KR í kvöld.
Björgvin opnaði markareikning sinn fyrir KR í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
KR 1 - 1 Breiðablik
1-0 Björgvin Stefánsson
1-1 Kolbeinn Þórðarson

KR og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í síðari leik kvöldsins í Bose mótinu en leikið var í Egilshöll.

Björgvin Stefánsson kom KR yfir eftir varnarmistök hjá Blikum. Björgvin opnaði þarna markareikning sinn með KR en hann kom til félagsins frá Haukum á dögunum.

Hinn ungi og efnilegi Kolbeinn Þórðarson jafnaði metin með flautumarki fyrir Blika.

Blikar unnu riðilinn með fjögur stig og leika til úrslita gegn Stjörnunni sem lagði Fjölni fyrr í kvöld.

Víkingur R. endaði í öðru sæti riðilsins með þrjú stig og KR í því neðsta með eitt stig. Ef KR hefði unnið leikinn í kvöld 1-0 þá hefðu Blikar samt farið í úrslitaleikinn á markatölu eftir 8-1 sigurinn á Víkingi R. á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner