Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 04. desember 2017 14:00
Magnús Már Einarsson
Clattenburg: Ég lét leikmenn Tottenham tapa titlinum sjálfir
Mark Clattenburg.
Mark Clattenburg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildina, segist hafa leyft leikmönnum Tottenham að eyðileggja titilvonir sínar sjálfir í 2-2 jafntefli gegn Chelsea í maí.

Liðin mættust á mánudagskvöldi en úrslitin þýddu að Leicester tryggði sér enska meistaratitilinn.

Chelsea kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir en undir lok leiksins varð alt vitlaust. Tveir leikmenn Tottenham fengu rauða spjaldið en Clattenburg segist hafa sleppt því að reka fleiri menn af velli til að geta ekki verið kennt um að eyðileggja titilvonir Tottenham.

„Ég leyfði þeim að fara í sjálfseyðingu til að allir fjölmiðlar og fólk í heiminum gæti sagt: 'Tottenham tapaði titlinum," sagði Clattenburg.

„Ef ég hefði rekið þrjá Tottenham menn af velli, hverjar hefðu fyrirsagnirnar verið? 'Clattenburg kostaði Tottenham titilinn'. Þetta var algjört leikrit sem var sjálfseyðing hjá Tottenham gegn Chelsea og Leicester vann titilinn."

„Sumir dómarar hefðu spilað eftir bókinni. Tottenham hefði þá endað með sjö eða átta menn inn á og hefðu haft afsökun þar. Ég gaf þeim ekki afsökun. Leikplan mitt var: 'láttu þá tapa titlinum."


Smelltu hér til að sjá myndband af látunum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner