Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
   mán 04. desember 2017 23:09
Ívan Guðjón Baldursson
Hendrickx: Er í formi - Þarf ekki undirbúningstímabilið
Hendrickx á 55 leiki að baki fyrir FH en er núna farinn yfir til Blika.
Hendrickx á 55 leiki að baki fyrir FH en er núna farinn yfir til Blika.
Mynd: Blikar.is
Belgíski bakvörðurinn Jonathan Hendrickx hefur gert góða hluti með FH undanfarin tímabil en hann yfirgaf Hafnarfjörðinn í sumar til að spreyta sig í Portúgal.

Hann er núna kominn aftur til Íslands og genginn til liðs við Breiðablik. Hann spilaði í 1-1 jafntefli gegn KR í kvöld og mun því mæta Stjörnunni í úrslitaleik Bose mótsins.

„Það er gott að vera kominn aftur eftir sex mánaða fjarveru. Þó ég sé ekki hjá FH þá er ég hjá Breiðablik sem er líka gott lið," sagði Hendrickx, sem lenti á Íslandi á föstudaginn.

„Mér leið vel í leiknum. Ég er í góðu formi og þarf í raun ekki undirbúningstímabilið, en það er gott að vera kominn snemma til að kynnast félaginu og liðsfélögunum."

Hendrickx er sáttur með spilamennsku Blika í leiknum og telur sig passa vel inn í leikstíl Kópavogsbúa.

„Mér fannst við spila vel í dag, við sköpuðum mikið af færum en náðum ekki að nýta þau nógu vel.

„Leikstíll liðsins hentar mér mjög vel, ég er ekki mikið fyrir að spila í liði sem reiðir sig á löngum boltum og líkamsstyrk."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner