Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 04. desember 2017 20:12
Ívan Guðjón Baldursson
Juventus frá Búkarest þarf að skipta um nafn og merki
Mynd: Getty Images
Juventus Bucuresti þarf að breyta nafni sínu og merki að beiðni ítalska félagsins Juventus frá Tórínó.

Juventus Bucuresti, sem er frá Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, var upprunalega stofnað árið 1924 og hét þá aðeins Juventus.

Juventus lifði í 28 ár þar til nafninu var breytt í Petrolul Ploiesti árið 1952. 40 árum síðar, árið 1992, var Juventus endurstofnað sem Juventus Bucuresti.

Endurstofnunin vakti ekki athygli utan Rúmeníu enda komst Juventus Bucuresti upp í efstu deild í fyrsta sinn í ár. Nú hefur nafn félagsins og þá sérstaklega merki þess vakið athygli ítalska stórveldisins sem fer fram á að þessu verði breytt.

Rúmenska félagið vildi halda nafninu en gafst upp eftir að hafa leitað að áliti frá lögfræðingum sem töldu málið vera tapað.

Félagið mun því heita FC Colentina Bucuresti frá og með næsta tímabili. Liðið er sem stendur á botni rúmensku deildarinnar með 9 stig eftir 20 umferðir.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner