Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. desember 2017 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho hrósar læknateymunum - „Magnað"
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho er oft á tíðum skemmtilegur á blaðamannafundum. Á einum slíkum eftir 3-1 sigur á Arsenal tók hann upp á því að hrósa læknateymum beggja liða.

Miðjumaðurinn Nemanja Matic var tæpur hjá Manchester United en gat tekið þátt í leiknum.

Hjá Arsenal átti sóknarmaðurinn Alexandre Lacazette ekki að eiga möguleika á að ná leiknum. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sagði það við fjölmiðla að það væri útilokað að Lacazette myndi, en hann spilaði 90 mínútur og skoraði.

„Ég vil ekki gleyma því að hrósa læknateymum beggja liða," sagði Mourinho eftir leikinn.

„Að ná Matic úr kannski í já og að Arsenal leikmaður hafi farið úr nei í að spila allar 90 mínúturnar."

„Það er magnað," sagði Mourinho.

Sjá einnig:
Lacazette ekki með gegn Man Utd
Athugasemdir
banner
banner
banner