Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. desember 2017 15:13
Elvar Geir Magnússon
Stytta af Messi eyðilögð í Argentínu
Mynd: Twitter
Stytta af knattspyrnugoðsögninni Lionel Messi var eyðilögð í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu.

Þetta er í annað sinn sem þessi stytta, sem var vígð 2016, verður fyrir barðinu á skemmdarvörgum.

Lögreglan veit ekki hver ástæðan fyrir þessu skemmdarverki er.

Messi skoraði þrennu gegn Ekvador í október og tryggði Argentínu sæti á HM í Rússlandi. Þar verður liðið í riðli með Íslandi.

Messi hefur ekki tekist að vinna HM og á sér þann draum að Argentína fari heim með gullið á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner