Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 04. desember 2017 16:30
Magnús Már Einarsson
Topp tíu - Markverðir sem skora
Það vekur alltaf mikla athygli þegar markverðir skora. Í gær skoraði Alberto Brignoli magnað jöfnunarmark gegn AC Milan. Daily Mail ákvað af því tilefni að taka saman topp tíu lista yfir markverði sem hafa skorað og mörk þeirra. Njótið!

10. Mart Poom
Eistneski markvörðurinn Mart Poom skoraði með mögnuðum skalla í leik Sunderland og Derby í ensku B-deildinni árið 2003. Poom kom á fleygiferð inn í vítateiginn og jafnaði fyrir Sunderland gegn gömlu félögunum í Derby.

9. Rene Higuita
Kolumbíumaðurinn er þekktastur fyrir sporðdrekaspark sitt í leik gegn Englendingum árið 1995. Hann skoraði einnig 41 mark á ferli sínum.

8. Peter Schmeichel
Daninn skoraði þrettán mörk á ferli sínum en hann varð meðal annars fyrsti markvörðurinn til að skora eftir stofnun ensku úrvalsdeildarinnar árið 1992.


7. Jens Lehmann
Þjóðverjinn skapheiti jafnaði 2-2 fyrir Schalke í grannaslag gegn Borussia Dortmund árið 1997. Hér er markið.

6. Martin Hansen
Martin Hansen skoraði stórkostlegt jöfnunarmark fyrir ADO Den Haag í leik gegn PSV Eindhoven í hollensku úrvalsdeildinni árið 2015. Hansen skoraði þá með hælspyrnu á 95. mínútu. Sjón er sögu ríkari!

5. Jose Luis Chilavert
Paragvæinn raðaði inn mörkum úr auka og vítaspyrnum á ferlinum. Chilavert skoraði meðal annars þrennu úr vítaspyrnu í leik með Velez Sarsfield í Argentínu. Samtals urðu mörkin 67 á ferlinum.

4. Alberto Brignoli
Alberto Brignoli skoraði með glæsilegum skalla á 95. mínútu gegn AC Milan í gær. Brignoli tryggði Benevento um leið sitt fyrsta stig í sögunni í Serie A eftir 13 tapleiki í röð!


3. Oscarine Masulukue
Jöfnunarmark Oscarine fyrir Baroka í úrvalsdeildinni í Suður-Afríku var stórglæsilegt. Hjólhestaspyrna Oscarine var tilnefnt sem mark ársins hjá FIFA!


2. Rogerio Ceni
Brasilíumaðurinn Rogerio Ceni skoraði 131 mark úr víta og aukaspyrnum á löngum ferli sínum með Sau Paulo. Mörkin verða þó ekki fleiri því Ceni lagði hanskana og takkaskóna á hilluna árið 2015.


1. Jimmy Glass
Umtalaðasta markið hjá markverði í enskri fótboltasögu. Jimmy Glass bjargaði því að Carlisle myndi falla úr ensku deildarkeppninni niður í utandeildina með ævintýralegu sigurmarki.

Athugasemdir
banner
banner