Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 05. febrúar 2016 22:28
Óðinn Svan Óðinsson
BBC: Manchester United í viðræðum við Mourinho
Mynd: Getty Images
BBC greinir frá því nú í kvöld að Jose Mourinho, fyrrum stjóri Chelsea hafi rætt við Manchester United um að taka við liðinu.

Háværar raddir hafa verið uppi um þetta síðustu daga og margir virtir blaðamenn haldið þessu fram.

BBC greinir frá því að United sé nú þegar búið að setja sig í samband við umboðsmann Mourinho, Jorge Mendes og eru viðræður farnar af stað.

Sömu heimildir herma að Louis van Gaal, núverandi stjóri United fái að klára tímabilið með liðinu.

Manchester United mætir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner