Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 05. febrúar 2016 13:30
Elvar Geir Magnússon
Berahino getur ekki breytt vatni í vín
Berahino fór ekki í janúarglugganum.
Berahino fór ekki í janúarglugganum.
Mynd: Getty Images
Tony Pulis, stjóri West Brom, þarf ekki að svara spurningum um það hvort Saido Berahino sé á förum. Í einhvern tíma allavega.

Í staðinn snúast spurningar fjölmiðlamanna um það hvenær Berahino snýr aftur í byrjunarliðið í ensku deildinni?

„Stuðningsmenn vilja ekki heyra mig segja þetta en það er ekki hægt að gera kröfu á að hann fari úr því að gera ekkert yfir í að breyta vatni í vín. Það jákvæða er að leiðin er greið núna. Það er ekkert sem getur truflað hann," segir Pulis.

„Á næstu vikum getum við vonandi komið honum í það gott stand að hann geti farið að byrja leiki í ensku úrvalsdeildinni. Ég vil ekki missa hann svo við þurfum að fara verlega með hann. Hann hefur lagt sig fram á æfingum en er enn aðeins of þungur og þyngri en hann var síðasta tímabil."

Berahino vildi ólmur losna frá West Brom síðasta sumar og hefur ekki fengið að spila mikið á tímabilinu eftir heiftarleg rifrildi við Jeremy Peace, eiganda félagsins

West Brom er í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, átta stigum fyrir ofan fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner