Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 05. febrúar 2016 16:43
Magnús Már Einarsson
Blikar skoða sænskan vinstri bakvörð
Pontus Nordenberg.
Pontus Nordenberg.
Mynd: Getty Images
Breiðablik hefur fengið vinstri bakvörðinn Pontus Nordenberg á reynslu en 433.is greinir frá þessu.

Pontus er vinstri bakvörður en Blikar leita nú að manni í þá stöðu eftir að Kristinn Jónsson samdi við Sarpsborg í Noregi.

Pontus er fæddur árið 1995 en hann hefur leikið fyrir öll yngri landslið Svía.

Hann mun spila æfingaleik með Blikum gegn Fram í Egilshöll klukkan 16:30 á morgun.

Pontus hefur undanfarin ár leikið með Atvidabergs FF í sænsku B-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner