Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 05. febrúar 2016 20:32
Arnar Geir Halldórsson
Fótbolta.net mótið: HK vann B-deildina
B-deildarmeistarar Fótbolta.net mótsins 2016
B-deildarmeistarar Fótbolta.net mótsins 2016
Mynd: Fótbolti.net - Jóhann Ingi Hafþórsson
Keflavík 0-3 HK
0-1 Hákon Ingi Jónsson (´54)
0-2 Sveinn Aron Guðjohnsen (´58)
0-3 Ísak Óli Helgason (´86)

1.deildarliðin Keflavík og HK mættust í úrslitaleik B-deildar Fótbolta.net mótsins í Reykjaneshöllinni í kvöld.

Fyrri hálfleikurinn var markalaus en í síðari hálfleiknum tóku HK-ingar öll völd á vellinum og unnu 3-0 sigur.

Hákon Ingi Jónsson skoraði fyrsta markið á 54.mínútu og skömmu síðar bætti Sveinn Aron Guðjohnsen við öðru markinu. Ísak Óli Helgason gerði svo endanlega út um leikinn og tryggði liðinu sigur í B-deild mótsins.
Athugasemdir
banner
banner