Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 05. febrúar 2016 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrirliði Celtic: Verðum að gera þetta fyrir Ronny
Scott Brown í leik gegn íslenska landsliðinu.
Scott Brown í leik gegn íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Scott Brown, sem er fyrirliði Celtic og á 49 leiki að baki fyrir skoska landsliðið, sendi skilaboð til stuðningsmanna Celtic.

Celtic hefur ekki verið að ganga vel á tímabilinu og vilja margir sjá Ronny Deila, norska stjóra félagsins, taka pokann sinn.

Celtic er aðeins með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar eftir tap gegn Aberdeen í síðustu umferð, og þá var liðið einnig slegið út í undanúrslitum deildabikarsins á dögunum. Auk þess endaði liðið á botni A-riðils Evrópudeildarinnar án þess að sigra einn einasta leik.

Brown styður við bakið á stjóranum og segir að það séu leikmenn sem verði að axla ábyrgð því stjórinn sé að standa sig vel.

„Núna verðum við að gera gera þetta fyrir Ronny, við verðum að axla ábyrgð," sagði Brown í skilaboðum til stuðningsmanna Celtic.

„Ekki gefast upp á okkur. Við erum vonsviknir eftir síðustu tvo leiki en við munum snúa aftur á sigurbrautina. Það eru tveir risastórir leikir framundan í deildinni og við þurfum allan ykkar stuðning.

„Stjórinn er búinn að gefa sig allan í verkefnið og hefur stutt við bakið á okkur gegnum súrt og sætt. Hann er jákvæður og leitast alltaf við að finna lausnir á vandamálunum."

Athugasemdir
banner
banner