Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   fös 05. febrúar 2016 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Toppliðin geta stungið af
Juve getur unnið fjórtánda deildarleikinn í röð á sunnudaginn og bætt þannig eigið met frá því fyrir tveimur árum.
Juve getur unnið fjórtánda deildarleikinn í röð á sunnudaginn og bætt þannig eigið met frá því fyrir tveimur árum.
Mynd: Getty Images
Það er heil umferð á dagskrá í ítalska boltanum um helgina þar sem Napoli og Juve, sem verma efstu sæti deildarinnar, virðast vera í þann mund að stinga af.

Bæði lið eru á svakalegri sigurbraut og eiga leiki við fallbaráttulið Carpi og Frosinone á sunnudaginn.

Emil Hallfreðsson lék sinn fyrsta leik fyrir Udinese í vikunni og búist er við því að hann verði í byrjunarliðinu gegn AC Milan á sunnudaginn, en liðin mætast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3.

Lokaleikur helgarinnar er á milli AS Roma og Sampdoria, en Roma þarf sigur til að halda í við toppbaráttuna á meðan Sampdoria er búið að ganga herfilega undir stjórn Vincenzo Montella og er aðeins fimm stigum frá fallsæti.

Laugardagur:
17:00 Bologna - Fiorentina
19:45 Genoa - Lazio

Sunnudagur:
11:30 Verona - Inter (Stöð 2 Sport 3)
14:00 Frosinone - Juventus (Stöð 2 Sport)
14:00 AC Milan - Udinese (Stöð 2 Sport 3)
14:00 Napoli - Carpi
14:00 Sassuolo - Palermo
14:00 Torino - Chievo
17:00 Atalanta - Empoli
19:45 AS Roma - Sampdoria (Stöð 2 Sport 3)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner