Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 05. febrúar 2016 23:59
Óðinn Svan Óðinsson
Jónas Björgvin: Erum búnir að æfa eins og skepnur
Jónas Björgvin
Jónas Björgvin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jónas Björgvin Sigurbersson átti góðan leik þegar Þór tryggði sér sigur í Kjarnafæðimótinu nú í kvöld með sigri á KA.

Við erum búnir að æfa eins og skepnur núna undanfarið, vinnusemi, skipulag og liðsandinn skiluðu þessum sigri. Það vantar ennþá marga leikmenn í hópinn okkar sem eru búsettir bæði í Bandaríkjunum og fyrir sunnan svo við eigum bara eftir að verða betri” sagði Jónas í samtali við Fótbolta.net eftir leik.

KA menn hafa verið áberandi á leikmannamarkaðnum í vetur og fengið til sín marga gæða leikmenn.

Minna hefur farið fyrir Þórsurum á þeim vettvangi en að sögn Jónasar eru þeir þó kokhraustir.

„Við erum með góðan þjálfara, góðan mannskap og breiðan hóp og ég sé ekki afhverju við ættum ekki að fara upp næsta sumar," sagði Jónas að lokum.
Athugasemdir
banner
banner