Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 05. febrúar 2016 18:00
Elvar Geir Magnússon
Keegan heldur að Newcastle haldi sér
Kevin Keegan er alltaf hress.
Kevin Keegan er alltaf hress.
Mynd: Getty Images
Kevin Keegan spáir því að Newcastle haldi sér í ensku úrvalsdeildinni en er ekki viss um að nágrannarnir í Sunderlandi geri það. Newcastle mætir West Brom um helgina en Sunderland leikur gegn Liverpool.

Newcastle og Sunderland eru í fallsætum en Keegan lék fyrir og stýrði Newcastle á sínum tíma.

„Í hreinskilni sagt held ég að Newcastle verði í fínum málum. Ég er viss um að þeir fari ekki niður en það er mikil vinna framundan. Fyrir hönd Sunderland hef ég meiri áhyggjur. Ég held að það sé erfiðari barátta hjá þeim þó Sam (Allardyce) sé meistari í að koma liðum úr þessari stöðu," segir Keegan.

„Það eru mörg stig eftir í pottinum og ég vona að bæði lið haldi sér uppi. Norðrið þarf á því að halda að hafa bæði lið í efstu deild. Middlesbrough gæti komist upp og það væri stórkostlegt fyrir svæðið að hafa öll þessi lið uppi."

Newcastle galopnaði veskið í janúar og fékk til sín Andros Townsend, Jonjo Shelvey og Henri Saivet til að auka möguleikana á ða halda sér uppi. Það verður grannaslagur þegar liðið mætir Sunderland í sex stiga leik þann 20. mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner