Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 05. febrúar 2016 23:35
Fótbolti.net
Kjarnafæðismótið: Þór meistari eftir sigur á KA
KA-menn áttu fá svör við þessum í kvöld
KA-menn áttu fá svör við þessum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA 1-2 Þór
0-1 Ármann Pétur Ævarsson (´24)
0-2 Konráð Freyr Sigurðsson (´59)
1-2 Hrannar Björn Steingrímsson (´75)

Þórsarar tryggðu sér sigur í Kjarnafæðismótinu í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á erkifjendum sínum í KA í Boganum.

Leikið var fyrir miklu fjölmenni enda þessa leiks ávallt beðið með mikilli eftirvæntingu á Akureyri. Innan vallar var hart barist og þurfti dómari leiksins að hafa sig allan við að hafa stjórn á leiknum.

KA-menn stjórnuðu leiknum til að byrja með en fljótlega færðu Þórsarar sig upp á skaftið og á 24.mínútu kom Ármann Pétur Ævarsson Þórsurum yfir með laglegu skallamarki eftir góða fyrirgjöf hins 15 ára gamla Birkis Heimissonar.

Konráð Freyr Sigurðsson kom Þórsurum svo í þægilega stöðu þegar hann skallaði hornspyrnu Jónasar Björgvins Sigurbergssonar í netið eftir tæplega klukkutíma leik.

Í kjölfarið reyndu KA-menn að færa sig framar á völlinn sem skilaði árangri því Hrannar Björn Steingrímsson náði að minnka muninn með góðu skoti á 75.mínútu.

Lengra komust KA-menn ekki og Þórsarar því sigurvegarar Kjarnafæðismótsins árið 2016. Ásamt því að skora laglegt mark var Ármann Pétur öflugur í vörn Þórs og fór fyrir sínum mönnum eins og sannur fyrirliði. Hann var valinn maður leiksins.

Áfram verður spilað um sæti í Kjarnafæðismótinu um helgina en á morgun mætast 1.deildarlið Leiknis F. og 2.deildarlið Magna frá Grenivík í leik um 3.sæti.
Athugasemdir
banner
banner