Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fös 05. febrúar 2016 14:42
Elvar Geir Magnússon
Klopp hló að sögusögnunum um Sturridge
Klopp er oftast hress.
Klopp er oftast hress.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var allur hinn hressasti að vanda þegar hann sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag.

Hann var spurður út í þann orðróm að hinn sífellt meiddi Daniel Sturridge vildi fara frá félaginu. Klopp hló og sagði að Sturridge hefði ekki beðið um sölu.

„Hver sagði þetta? Ég hef ekki áhuga á vangaveltum. Daniel er kominn aftur til æfinga. Það er gott fyrir okkur og gott fyrir hann," sagði Klopp.

„Hann mætti aftur til æfinga í gær ásamt Philippe Coutinho og Divick Origi. Það er ekki annað að segja. Ég hef ekki heyrt neitt. Nú erum við bara að vona að við högnumst á þeirri miklu vinnu sem Sturridge hefur lagt á sig til að vera klár í slaginn."

Liverpool sem er í áttunda sæti deildarinnar mætir Sunderland á morgun en sá leikur kemur of snemma fyrir Sturridge.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner