Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 05. febrúar 2016 15:00
Elvar Geir Magnússon
Kompany að snúa aftur - Þó ekki með á morgun
Vincent Kompany.
Vincent Kompany.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Vincent Kompany hjá Manchester City er að snúa aftur eftir meiðsli en verður þó ekki með á morgun þegar liðið leikur toppslag gegn Leicester.

Kompany hefur verið meiddur á kálfa og nær ekki að komast af meiðslalistanum fyrir morgundaginn. Wilfried Bony, Kevin De Bruyne, Eliaquim Mangala, Samir Nasri og Jesus Navas verða allir fjarri góðu gamni þegar Refirnir koma í heimsókn.

Enn eru nokkrar vikur í Mangala en Manuel Pellegrini, stjóri City, segist vonast til þess að Kompany geti farið að æfa á fullu eftir um viku.

„Það er búið að greina meiðsli Kompany algjörlega. Það er mikilvægt fyrir okkur að endurheimta hann því við erum í meiðslavandræðum," segir Pellegrini en leikurinn á morgun verður 12:45.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Hvernig fer Víkingur - Breiðablik á sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner