Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 05. febrúar 2016 09:25
Elvar Geir Magnússon
Man Utd gerði risatilboðið í Neymar
Powerade
Manchester United þráir að fá Neymar.
Manchester United þráir að fá Neymar.
Mynd: Getty Images
Arsenal á að reyna að fá Terry.
Arsenal á að reyna að fá Terry.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðrinu sívinsæla. BBC tók saman allt það helsta sem ensku götublöðin eru að bjóða okkur upp á í bítið þennan föstudag.

Manchester United er félagið sem gerði umtalað 144 milljón punda tilboð í sóknarmanninn Neymar (23) hjá Barcelona síðasta sumar. Faðir Brasilíumannsins hefur opinberað það. (Daily Mail)

Chelsea hefur hafnað 57 milljóna punda tilboði frá Jiangsu Suning í Kína í brasilíska sóknarmiðjumanninn Oscar (24). (Sun)

Daniel Sturridge (26), hinn meiðslahrjáði framherji Liverpool, mun yfirgefa Anfield í sumar en hann er pirraður á umræðunni um að hann vilji ekki spila. (Daily Mirror)

Atletico Madrid vill kaupa sóknarmanninn Diego Costa (27) frá Chelsea í sumar til að tryggja að Diego Simeone haldi áfram sem þjálfari liðsins en íhugi ekki að fara á Stamford Bridge. (London Evening Standard)

Inter á Ítalíu mun reyna að fá Simeone sem þjálfara ef Roberto Mancini nær ekki að skila Ítalíumeistaratitlinum í hús. (AS)

Jose Mourinho (53), fyrrum stjóri Chelsea, hefur náð samkomulagi við Manchester United um að verða næsti stjóri félagsins. (Daily Express)

Gary Neville (40) klárar tímabilið með Valencia en spænska félagið vill fá Rafael Benítez (55) fyrir næsta tímabil. Benítez er í gríðarlega miklum metum hjá Valencia eftir góðan árangur sem þjálfari þess á sínum tíma. (AS)

New York City vill fá markvörðinn Iker Casillas (34) frá Porto næsta sumar. Casillas varð heimsmeistari með Spáni og hefur í þrígang fagnað sigri í Meistaradeild Evrópu. (ESPN)

Harry Redknapp, fyrrum stjóri Tottenham, segir að Arsenal ætti að semja við John Terry (35), fyrrum fyrirliða enska landsliðsins, ef Chelsea lætur hann fara. (London Evening Standard)

Sol Campbell (41) fyrrum fyrirliði Tottenham telur að liðinu skorti sigurvegara sem minnki líkurnar á að það verði Englandsmeistari. (Sport Lobster)

Skrautfuglinn Steve Evans (53) segir að hann muni segja upp sem stjóri Leeds United ef liðið fer ekki í baráttu um að komast upp úr Championship næsta tímabil. (Yorkshire Post)

Vincent Kompany (29) varnarmaður Manchester City æfði í gær en hann hefur verið meiddur og aðeins spilað níu mínútur samtals síðustu þrjá mánuði. (Daily Mail)

Dele Alli (19), leikmaður Tottenham og enska landsliðsins, er á leið í skoðun eftir að hann fór af velli gegn Norwich þar sem hann fann til svima. (Guardian)

Marko Arnautovic, sóknarmaður Stoke, getur farið fyrir 12,5 milljónir punda í sumar vegna klásúlu í samningi hans. Arnautovic er ein skærasta stjarna austurríska landsliðsins sem er með Íslandi í riðli á EM. (Telegraph)

Stjórnarformaður Stoke segir að knattspyrnustjórinn Mark Hughes muni fá enn meiri pening til leikmannakaupa. Félagið keypti Giannelli Imbula (23) á gluggadeginum. (Stoke Sentinel)

Miðjumaðurinn Yann M'Vila (25) sem er hjá Sunderland á láni frá Rubin Kazan í Rússlandi hefur gefið til kynna að hann vilji vera áfram hjá Englandi eftir tímabilið. (Sunderland Echo)

Hluti af stúkum Old Trafford verður að öllum líkindum algjörlega lokaður þegar Manchester United mætir Midtjylland í Evrópudeildinni 25. febrúar. Miðasala á leikinn gengur hægt. (Daily Mirror)

Brendan Rodgers, fyrrum stjóri Liverpool, sagði að hann hafi boðið Jurgen Klopp alla þá hjálp sem hann geti veitt. (Liverpool Echo)

Benik Afobe (23), sóknarmaður Bournemouth, segist ekki þurfa að sanna neitt fyrir Arsenal þegar hann mætir liðinu á sunnudag. Afobe fór frá Arsenal án þess að spila aðalliðsleik. (Bournemouth Echo)
Athugasemdir
banner
banner
banner