Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 05. febrúar 2016 14:30
Mate Dalmay
Ráðabrugg Thule: Vonbrigðaslagur á Stamford Bridge
25. umferð
Mynd: thule
Wayne Rooney hefur verið að gefa stig undanfarið
Wayne Rooney hefur verið að gefa stig undanfarið
Mynd: Getty Images
Ráðabrugg Thule er nýr liður fyrir hverja umferð í ensku deildinni þar sem talað verður af visku og gefin góð ráð til keppenda í fantasydeild Thule og Fótbolti.net. Þó skal taka sérstaklega fram að Thule tekur enga ábyrgð ef ráðin reynast mönnum illa.

Ráðabrugg 25. umferðar:

Það eru nokkrir stórir leikir um helgina í enska boltanum. Toppslagur í Manchester-borg, Man City gegn Leicester. Svo mætast vonbrigðaliðin Chelsea og Man Utd á Stamford Bridge. Southampton mæta West Ham í leik sem skiptir sköpum í baráttunni um Evrópusæti. Skoðum aðeins hvaða leikmenn er gott að hafa í liðinu sínu um helgina.

Tottenham eru að líta drulluvel út þessa dagana og hefur Christian Eriksen verið sjóðandi heitur undanfarnar vikur. Það eru bara um 8% allra fantasy-spilara með hann í liðinu sínu, því gæti hann gert gæfumunin fyrir þá sem vilja ná þessum umfram stigum á náungann. Jan Vertonghen tókst að slasa sig á dögunum og hefur Kevin Wimmer verið að leysa hann af í hjarta varnarinnar. Ódýr kostur sem gæti vel haldið hreinu um helgina gegn Watford heima.

Romelu Lukaku varð fyrir smávægilegum meiðslum í síðasta leik og er tæpur fyrir erfiðan útileik gegn Stoke. Fullkomið tækifæri til þess að skipta honum út fyrir annan framherja. Wayne Rooney vinnur Ballon d’Or ef hann heldur áfram spila eins og hann hefur verið að gera það sem af er þessu ári. Markamaskínan Jamie Vardy er aftur kominn í gang eftir smá hikst yfir hátíðarnar. Svo er vegferð Harry Kane að gullskónum að hefjast fyrir alvöru núna. Hann mun skora slatta á næstu vikum.


Fyrirliðar helgarinnar:

1. Christian Eriksen
2. Harry Kane
3. Wayne Rooney
Athugasemdir
banner
banner