Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 05. febrúar 2016 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rob Elliot biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar
Mynd: Getty Images
Rob Elliot, markvörður Newcastle, er búinn að biðja stuðningsmenn félagsins afsökunar eftir 3-0 tap gegn Everton.

Newcastle spilaði illa og fékk tvær vítaspyrnur á sig í leiknum, en liðið er í fallsæti, með 21 stig eftir 24 umferðir.

„Ég get ekki talað nógu vel um stuðningsmenn félagsins, eina sem ég get gert er að biðjast afsökunar á lélegri frammistöðu," sagði Elliot, sem var besti maður Newcastle í leiknum.

Newcastle mætir West Brom á laugardaginn og segir Elliot samherjana vera tilbúna til að bæta upp fyrir tapið í síðustu umferð í þeim leik. Þá talar hann einnig um að gengi liðsins á útivelli verði að skána, en liðið hefur tapað 15 af síðustu 18 leikjum að heiman.

„Við munum gera allt sem við getum til að bæta þetta á laugardaginn. Við verðum að bæta gengi okkar á útivelli."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner