Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 05. febrúar 2016 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sol Campbell: Vantar sigurvegara í herbúðir Spurs
Mynd: Getty Images
Sol Campbell er einn af hötuðustu leikmönnum í sögu Tottenham Hotspur þrátt fyrir að hafa verið fyrirliði þar í nokkur ár.

Campbell valdi það nefnilega að ganga til liðs við erkifjendurna í Arsenal, þar sem hann vann nokkra titla og lét frá sér ýmis ummæli sem fóru mjög illa í stuðningsmenn Spurs.

Campbell tjáir sig af og til um Tottenham, stuðningsmönnum félagsins til mikillar gremju, og þessi nýjustu ummæli hans eru langt frá því að vera vinsæl þar sem hann segir að liðinu vanti alvöru sigurvegara.

„Tottenham hafa verið að standa sig mjög vel upp á síðkastið, en ég held að það sé hægt að segja það sama um Spurs og hægt er að segja um Leicester - það vantar alvöru sigurvegara í herbúðir liðanna," skrifaði Campbell.

Tottenham er í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar, aðeins tveimur stigum frá Manchester City og fimm frá toppliði Leicester.

„Það sem ég meina er að þessi lið eru ekki með leikmenn innanborðs sem hafa reynslu af því að vinna deildir sem eru álíka gæðamiklar og Úrvalsdeildin.

„Þeir eru með mjög hæfileikaríkt og ungt lið, en það vantar leikmann sem heldur mönnum yfirveguðum á ögurstundu, leikmann sem hefur upplifað það að vinna stærstu titlana."

Athugasemdir
banner
banner