Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 05. febrúar 2016 08:56
Elvar Geir Magnússon
Teixiera til Jiangsu fyrir 38 milljónir punda (Staðfest)
Teixiera í Meistaradeildarleik með Shaktar.
Teixiera í Meistaradeildarleik með Shaktar.
Mynd: Getty Images
Úkraínska félagið Shaktar Donetsk hefur nú staðfest á heimasíðu sinni að Alex Teixeira hafi verið seldur til kínverska félagsins Jiangsu Suning á 50 milljónir evra (38 milljónir punda).

Liverpool er meðal félaga sem hafa verið orðuð við þennan 26 ára brasilíska sóknarmiðjumann.

Á heimasíðu Shaktar er sagt að allt sé frágengið og „Alex þakkað fyrir hans framlag til félagsins og honum óskað alls hins besta hjá nýju félagi".

Teixeira hefur verið hjá Shaktar síðan í desember 2009 þegar hann kom frá Vasco da Gama. Hann hefur skorað 89 mörk í 223 leikjum fyrir úkraínska félagið. Hann hefur hjálpað því að vinna deildina fimm sinnum og bikarinn þrisvar.

Teixeira er þriðji leikmaðurinn sem kínverskt félag kaupir á háar fjárhæðir síðustu daga en peningarnir flæða um kínversku deildina eins og fjallað var um í pistli sem birtist á dögunum.

Sölvi Geir Ottesen og Viðar Örn Kjartansson spiluðu með Jiangsu á síðasta tímabili en eru báðir horfnir á braut. Félagið keypti Ramires frá Chelsea á 21,5 milljónir evra nýlega.
Athugasemdir
banner
banner
banner