Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 05. febrúar 2016 14:00
Magnús Már Einarsson
Telma Hjaltalín ekki með Breiðabliki í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Telma Hjaltalín Þrastardóttir verður ekki með Íslandsmeisturum Breiðabliks í Pepsi-deild kvenna í sumar.

Telma sleit krossband í hné á dögunum og fer í aðgerð í næstu viku.

Þetta staðfesti Þorsteinn Halldórsson þjálfari Blika í samtali við Fótbolta.net í dag.

Telma var í stóru hlutverki hjá Breiðabliki síðastliðið sumar en hún skoraði þrettán mörk í sautján leikjum í Pepsi-deildinni og varð fjórða markahæst í deildinni.

Hin tvítuga Telma er uppalin hjá Aftureldingu en hún hefur einnig leikið með Val sem og í Noregi.
Athugasemdir
banner
banner
banner