Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 05. febrúar 2016 11:33
Elvar Geir Magnússon
Wenger: Enska deildin ætti að hafa áhyggur af Kína
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Mynd: Getty Images
„Já auðvitað ætti enska úrvalsdeildin að hafa áhyggjur," segir Arsene Wenger, stjóri Arsenal um peningaflæðið í Kína.

„Kína virðist hafa fjármagn til að flytja fótboltann í Evrópu til Kína. Þetta sem er í gangi er afleiðing af efnahagslegum krafti sem Kína hefur."

„Munu þeir halda áfram í þessa átt og halda í löngunina til að styrkja deildina? Það á eftir að koma í ljós. Gleymum því ekki að Japan spýtti í lófana en svo hægðist á þessu hjá þeim. Ég veit ekki hversu sterk löngunin hjá Kína er en ef það er sterk pólitísk löngun til að stækka fótboltann í landinu ættum við að hafa áhyggjur."

„Kína býr til verðbólgu á markaðnum en verðbólgan er annars við hurðina vegna sjónvarpssamningsins sem tekur gildi í sumar. Ég er viss um að það sé ekki langt í að leikmaður verði keyptur fyrir 100 milljónir punda," segir Wenger.

Peningarnir flæða um kínversku deildina en á síðustu dögum eru Ramires, Alex Teixeira og Jackson Martínez meðal leikmanna sem þangað hafa verið keyptir á háar fjárhæðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner