Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 05. mars 2015 15:50
Magnús Már Einarsson
Cisse biðst afsökunar á að hafa hrækt á Evans
Mynd: Getty Images
Papiss Cisse, framherji Newcastle, hefur beðist afsökunar á að hafa hrækt á Jonny Evans varnarmann Manchester United í leik liðanna í gær.

Evans var einnig sakaður um að hafa hrækt á Cisse en varnarmaðurinn sagði fyrr í dag að hann væri saklaus af þeim ásökunum.

Cisse viðurkennir að hafa hrækt á Evans en hann gæti nú verið á leið í leikbann fyrir vikið.

,,Ég þarf að biðja marga afsökunar um í dag. Í fyrsta lagi, liðsfélaga og stuðningsmenn mína, í öðru lagi Jonny Evans og í þriðja lagi þarf ég að biðja alla fótbolta aðdáendur afsökunar á þessu atviki hjá mér og Jonny," sagði Cisse.

,,Ég brást illa við eftir að ég lenti í leiðinlegu atviki. Stundum er erfitt að bregðast ekki við, sérstaklega í hita leiksins. Ég hef alltaf lagt hart að mér til að vera fyrirmynd, sérstaklega fyrir unga iðkendur. Í gær olli ég vonbrigðum."

,,Ég vona að börn sem spila fótbolta um helgina muni vita betur hvernig þau að bregðast við ef þau verða reið. Þegar þau sjá vandamálin sem þetta hefur kostað mig og mitt lið þá geta þau vonandi lært af mistökunum í stað þess að leika þau eftir."

Athugasemdir
banner
banner