Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 05. mars 2015 10:10
Magnús Már Einarsson
Dani Alves til Man Utd?
Powerade
Dani Alves.
Dani Alves.
Mynd: Getty Images
Slúðursögurnar eru margar í ensku blöðunum þessa dagana.



Manchester United mun ákveða í maí hvort félagið kaupi Radamel Falcao frá Monaco. (Guardian)

Dani Alves mun líklega fara frá Barcelona þegar samningur hans rennur út í sumar. Manchester United og fleiri félög hafa áhuga. (Sun)

Danilo, hægri bakvörður Porto, mun líklega hafna Liverpool, Arsenal og Manchester United og ganga þess í stað í raðir Real Madrid. (Daily Mirror)

Liverpool er að íhuga tilboð í William Carvalho miðjumann Sporting Lisabon eftir að félaginu tókst ekki að fá Miralem Pjanic frá Roma. (Daily Mirror)

Matija Nastasic mun líklega ganga alfarið í raðir Schalke frá Manchester City í sumar en hann hefur verið í láni hjá þýska félaginu. (Manchester Evening News)

Arsenal, Manchester City, Tottenham, Southampton og Everton eru að skoða Samuel Umtiti varnarmann Lyon. (Footmercato)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, hefur útilokað að Carlos Bacca komi til félagsins frá Sevilla. (Turnstyle)

Abou Diaby mun ekki fá nýjan samning hjá Arsenal í sumar og þá er líklegt að annað hvort Mikel Arteta eða Mathieu Flamini verði seldur. Í staðinn ætlar Arsene Wenger að kaupa stórt nafn á miðjuna. (Sun)

Chelsea er að fylgjast með Youri Tielemans og Leander Dendoncker miðjumönnum Anderlecht en þeir eru 17 og 19 ára gamlir. (Daily Mail)

Diego Simeone vonast til að fá stjórastarfið hjá Manchester City en hann hefur ekki ennþá gengið frá nýjum samningi við Atletico Madrid. (Daily Mirror)
Athugasemdir
banner
banner