Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 05. mars 2015 06:00
Eyþór Ernir Oddsson
Fimm ungir skrifuðu undir samning við Tindastól
Í efri röð frá vinstri: Jónas Aron, Pálmi Þórsson og Arnar Ólafsson; Í neðri röð frá vinstri: Hólmar Daði Skúlason (sem er með samning), Jóhann Ulriksen og Ágúst Friðjónsson
Í efri röð frá vinstri: Jónas Aron, Pálmi Þórsson og Arnar Ólafsson; Í neðri röð frá vinstri: Hólmar Daði Skúlason (sem er með samning), Jóhann Ulriksen og Ágúst Friðjónsson
Mynd: Tindastóll
Tindastóll skrifaði í gær undir samninga við fimm unga leikmenn. Jónas Aron Ólafsson, Pálmi Þórsson, Arnar Ólafsson, Jóhann Ulriksen og Ágúst Friðjónsson eru þeir sem fengu samning.

Pálmi Þórsson, Arnar Ólafsson og Ágúst Friðjónsson spiluðu nokkra leiki síðastliðið sumar fyrir Tindastól, sem féll úr 1. deildinni með aðeins fjögur stig.

Jóhann og Ágúst eru á 18. aldursári, en þeir eru fæddir árið 1997. Pálmi og Arnar eru hinsvegar á 17. aldursári og eru fæddir árið 1998. Yngstur er Jónas Aron, sem er á 16. aldursári og er fæddur árið 1999.

Framtíðin er því björt á Sauðárkróki og verður fróðlegt að fylgjast með ungu liði Tindastóls spila í 2. deildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner