Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 05. mars 2015 14:41
Elvar Geir Magnússon
Gautaborg hefur mikinn áhuga á Birki Bjarnasyni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænska félagið Gautaborg vill fá íslenska landsliðsmanninn Birki Bjarnason sem nú leikur með Pescara í ítölsku B-deildinni. Íþróttastjóri Gautaborgar staðfestir þetta við sænska fjölmiðla.

Hann segir þó of dýrt að fá Birki lausan núna, nokkrum mánuðum áður en samningur hans rennur út í sumar.

Gautaborg hefur grandskoðað Birki en er með aðra leikmenn í sigtinu. Pescara er í baráttu um að endurheimta sæti sitt í A-deildinni.

Þá birtir GT viðtal við Lars Lagerback um Birki og hefur landsliðsþjálfarinn bara jákvæða hluti að segja.

„Hann er bæði góður leikmaður og góð manneskja. Ég hef ekkert neikvætt um hann að segja. Þó hann sé ekki gamall hefur hann mikla reynslu og á fjölmarga landsleiki að baki," segir Lagerback.

Birkir hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu. Hann hóf meistaraflokksferilinn með Viking í Stafangri en hefur einnig leikið fyrir Standard Liege og Sampdoria.
Athugasemdir
banner
banner
banner