Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 05. mars 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gomis vildi halda áfram að spila
Bafetimbi Gomis á að taka við af Wilfried Bony sem fremsti leikmaður Swansea.
Bafetimbi Gomis á að taka við af Wilfried Bony sem fremsti leikmaður Swansea.
Mynd: Getty Images
Bafetimbi Gomis var borinn af velli í leik Tottenham og Swansea í ensku deildinni í gær.

Gomis féll í yfirlið og óttaðist fólk hið versta en það leið sem betur fer ekki langur tími þar til hann náði meðvitund.

Það hefur áður liðið yfir Gomis sem þekkir þennan kvilla sinn vel og heimtaði sóknarmaðurinn að fá að halda áfram að spila en var ekki leyft það.

,,Honum líður vel, honum leið vel þegar hann var borinn af velli, hann talaði og sagðist vilja halda áfram að spila," sagði Monk.

,,Þegar sjúkraliðarnir báru hann af velli heimtaði hann að fá að fara aftur inná en við gátum augljóslega ekki leyft honum það.

,,Við höfum alltaf vitað af þessum kvilla hjá Gomis og það er mikilvægast að það sé í lagi með hann. Það þarf að taka varlega á svona málum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner