Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 05. mars 2015 20:38
Magnús Már Einarsson
Guðrún Arnardóttir inn í íslenska landsliðshópinn
Katrín dettur út
Guðrún Arnardóttir.
Guðrún Arnardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur kallað Guðrúnu Arnardóttur, úr Breiðabliki, inn í landsliðshópinn sem tekur þátt um þessar mundir á Algarve mótinu.

Guðrún kemur í stað Katrínar Ómarsdóttur sem ekki mun leika á mótinu.

Katrín glímir enn við einkenni eftir höfuðhögg sem hún fékk í leik með liði sínu Liverpool og var ákveðið í samráði við lækna að hún mundi ekki leika með liðinu á þessu móti.

Guðrún kemur til móts við hópinn annað kvöld og verður því í leikmannahópnum þegar leikið verður gegn Bandaríkjunum á mánudag.
Athugasemdir
banner
banner