fim 05. mars 2015 14:30
Elvar Geir Magnússon
Jagielka: Við erum í fallbaráttu
Miðvörðurinn Phil Jagielka.
Miðvörðurinn Phil Jagielka.
Mynd: Getty Images
Everton er komið í fallbaráttu. Þetta segir fyrirliði liðsins, Phil Jagielka. Everton hefur aðeins unnið einn úrvalsdeildarleik síðan 15. desember.

„Þetta er staða sem þú vilt alls ekki vera í þegar tíu umferðir eru eftir. Við erum sex stigum frá fallsæti en verðum að horfa alvarlegum augum á stöðuna. Það eru erfiðir leikir framundan og við erum alls ekki þar sem við viljum vera. Við verðum að fara að vinna fyrr en síðar," segir Jagielga.

Everton stóð sig vel á síðasta tímabili þegar liðið hafnaði í fimmta sæti en liðinu hefur gengið afar illa í vetur. Liðið hefur aðeins tekið sjö stig af síðustu 36 mögulegum og tapaði gegn Stoke í gær.

„Stuðningsmennirnir voru frábærir í gær þrátt fyrir dapurt gengi. Reiðinni er oft beint að stjóranum en við leikmenn verðum líka að axla ábyrgð. Við verðum að fara að safna stigum."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner