Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 05. mars 2015 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Martinez: Evrópudeildin er forgangsatriði
Mynd: Getty Images
Roberto Martinez var svekktur eftir tap Everton gegn Stoke City í gærkvöldi.

Everton er sex stigum frá fallsæti og á enga raunhæfa möguleika á því að komast aftur í Evrópudeildina á næsta tímabili án þess að vinna keppnina í ár, sem er forgangsatriði.

,,Þetta hafa verið virkilega erfiðar tvær vikur, okkur vantar bara herslumuninn," sagði Martinez svekktur eftir enn eitt tapið.

,,Heilt yfir var þetta frekar jafn leikur en ég er svekktur með hvernig við leyfðum andstæðingunum að komast yfir, við gáfum þeim frían skalla í teignum.

,,Við sýndum mikil þreytumerki. Evrópudeildin er augljós sökudólgur þar sem við þurfum að spila marga leiki á skömmum tíma en það er forgangsatriði fyrir félagið að spila í Evrópu."


Martinez segir sína menn þurfa að hugsa um hvern einasta leik sem úrslitaleik, enda eru aðeins tíu umferðir eftir af enska tímabilinu.

,,Við eigum 10 leiki eftir og ætlum að hugsa um hvern einasta sem úrslitaleik. Ástandið er slæmt en okkur hlakkar til að klífa upp töfluna á lokakafla tímabilsins.

,,Sigurviljinn er til staðar en fæturnir eru bara of þreyttir. Við höfum verið að spila betur heldur en stigafjöldinn í deildinni segir til um.

,,Við þurfum smá heppni og nokkur jákvæð úrslit, sem er ólíklegt miðað við hvernig tímabilið er búið að vera."

Athugasemdir
banner
banner
banner