Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 05. mars 2015 08:30
Elvar Geir Magnússon
Mourinho er sofandi núna
Mourinho á skilið að sofa út.
Mourinho á skilið að sofa út.
Mynd: Getty Images
„Ég vil sofa út á miðjan dag á morgun. Í svona leikjum er auðvelt að missa af tveimur stigum," sagði Jose Mourino, stjóri Chelsea, í viðtölum við fjölmiðla eftir 1-0 iðnaðarsigur gegn West Ham á útivelli í gær.

Eden Hazard skoraði eina mark leiksins og Chelsea heldur fimm stiga forystu.

„Ekkert lið er betra í að spila þennan leikstíl sem þeir gera. Þeir eru bestir í að spila svona. Pressan, ákefðin og tilfinningarnar. Mínir leikmenn voru frábærir. Við náðum ekki að drepa leikinn en héldum út og náðum þremur dýrmætum stigum," sagði Mourinho.

„Ég sagði við dómarann að það væri rosalega erfitt að dæma á þessum velli, vegna leikstíls þeirra. Það eru margir háir og langir boltar. Það er mjög erfitt fyrir dómara."

„Þeir kvarta yfir öllu, áhorfendur eru með þeim og það er mjög erfitt að leika gegn þeim. Eden Hazard er frábær, andstæðingarnir taka hart á honum og hann þarf að hafa fyrir hlutunum. Mínir menn voru sem bræður á vellinum og það þarf ef þú ætlar að vinna erfiðustu deild heims."
Athugasemdir
banner
banner
banner