Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 05. mars 2015 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino: Lloris er einn af bestu markvörðum heims
Pochettino er ánægður með mikilvæg stig í evrópubaráttunni.
Pochettino er ánægður með mikilvæg stig í evrópubaráttunni.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, var ánægður með 3-2 sigur sinna manna gegn Swansea í ensku deildinni í gær.

Tottenham komst í 3-1 áður en Gylfi Þór Sigurðsson minnkaði muninn í 3-2 á lokamínútum leiksins. Það var svo í uppbótartíma sem Swansea náði næstum því að jafna með skalla en Hugo Lloris varði stórkostlega í marki heimamanna.

,,Ég er ánægður með sigurinn en þetta er frekar skrítin tilfinning vegna þess að þeir voru nálægt því að jafna á síðustu mínútum leiksins," sagði Pochettino.

,,Þetta var stórkostleg markvarsla á síðustu mínútunni. Hann (Hugo Lloris) er einn af bestu markvörðum heims og við erum heppnir að hafa hann í liðinu."

Tottenham er í 7. sæti deildarinnar sex stigum frá meistaradeildarsæti og með leik til góða.

,,Sigurinn skiptir gríðarlega miklu máli. Núna líður okkur aftur eins og sigurvegurum eftir tap í úrslitaleik deildabikarsins, við sýndum mikinn karakter og áttum frábæran leik."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner